<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

laugardagur, apríl 29, 2006

23:12 -


Lónlí Blú Bojs komplett datt ofan í innkaupakörfuna í tollinum, stórkostlegt tónlistarsafn. Allra best er hvernig þeir kappar yfirfæra köntríminnin yfir á íslensku. Þannig syngja þeir t.d. um fanga og atvinnuleysi. Sem betur fer ríkir ekki mikil refsigleði á Íslandi og ekki auðsótt að lenda í steininum, helst ef maður svíkur undan skatti. Atvinnuleysi hefur svo varla sést síðan í heimskreppunni. En einsemdarstrákarnir blikna hvergi, vantar bara að þeir flétti kolanámur inn í textann.

Í gær lenti ég svo í munki þar sem ég var á leiðinni í matvörumarkaðinn. Af því núna stendur yfir prófatörn þorði ég ekki að taka neina sénsa í karmanu og spjallaði við kallinn. Þannig tókst honum að pranga inn á mig hugleiðsludiskinum Just boogie with gouranga með The gouranga powered band. Þetta mun vera ævaforn indversk speki svo varla klikkar hún.

Talandi um Indland þá varð smá körrí-slys á dögunum þar sem sósa uppfull af turmerikrót slettist á OC pólóbolinn minn (mjög óheppilegt þegar góða veðrið er loksiins komið) og skildi eftir sig gula bletti. Hann fór beint í þvott með Ariel nuddað í blettina en það dugði ekki til. Lumar einhver á góðu húsráði?

|

miðvikudagur, apríl 26, 2006

18:04 -


Á suðurleið fékk ég, ásamt Briss (konunni hans Kriss), far með Sunnu og Steina og Birnu Júlíu, skottinu þeirra. Til að drepa tímann á leiðinni hlustuðum við á leikaralandsið frá áttunda áratuginum flytja okkur ævintýri.

Hans og Gréta gekk alveg fram af mér. Að skilja börnin sín eftir úti í skógi af því maður á ekki nóg að borða! Það yrði nú eitthvað sagt ef þetta yrði gefið út á plötu í dag. Leikararnir voru heldur ekki að draga neitt undan, voru exta vondir. Svo fannst mér liggja full mikið á milli línanna í framsögu Grétu. Líklega segir þetta samt meira um hversu mikið maður hefur litast af teprulegum samtímanum heldur en söguna.

|

mánudagur, apríl 24, 2006

14:30 -

Þetta er mjög fyndin blaðagrein:

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060424/SKODANIR04/104240001/1132

|

föstudagur, apríl 21, 2006

22:10 -




Hrikalega var gaman á Aldrei fór ég suður. Var að horfa á þetta netinu, enn betra en mig minnti. Páskafríið var líka ekta fínt, finn það fyrst núna hvað það var endurnærandi, er alveg að taka hlutina með trompi hérna í Glasgow.

Flaug í gegnum London með British Airways, þar er ennþá boðið upp á mat á almenningsfarrými, þannig var þetta viss nostalgía. Hitti Rich skólabróður minn frá Maastricht, hann vinnur hjá HM Customs & Excise. Í sama húsi er Gordon Brown með fjármálaráðuneytið, en Rich segir þá ekki eins proper embættismenn, gangi bara í gallabuxum og t-bolum.

|

þriðjudagur, apríl 04, 2006

23:22 -












+





















Hérna koma nokkrar myndir frá útskriftinni í Maastricht og ralli í Köln sömu helgi. Síðan komu Árný og Hanna Rósa í heimsókn um þarsíðustu helgi, og þá var sko aldeilis gaman. Um síðustu helgi fór ég svo með kammerkórnum til Jórvíkurskíris að syngja í guðsþjónustum dómkirkjunnar í Ripon. Það var svaka gaman, sungið allan daginn og farið á pöbbinn um kvöldið. Prestarnir í Ripon voru ansi hressir og frjálsyndir. Þannig var lagt út af einum helsta samkynheneigða guðfræðinga Breta í predikuninni og beðið fyrir sjálfstæðu ríki Palestínumanna, síðan að messu lokinni á sunnudag var okkur boðið í drinks, rautt og hvítt í boði kirkjunnar. Þannig var ekki helgislepjunni fyrir að fara á þessum bænum. Myndirnar eru í smá rugli...jæja, þetta skilst.

|

mánudagur, apríl 03, 2006

23:53 -

Mér er algerlega óglatt. Ég er að reyna að horfa á Silfur Egils, sem er væntanlega merkilegasti þjóðmálaþáttur landsins. Þar voru þrír lögfræðingar og einn blaðamaður til svara um efnahagsmál. Og þvílíkur vaðall af bulli og vitleysu. Mæli með að fólk hundsi allt sem það heyrði þarna. Auðvitað eiga allir landsmenn að hafa skoðanir á efnahagsmálum en að staða og horfur, og kerfislægir þættir séu teknir til umræðu án þess að nokkur kunnáttumaður sé til svara. Hvað fyndist fólki t.d. ef ég kæmi í Kastljósið og væri spurður andaktuglega um næringarfræði og hollt matarræði? Toppurinn hjá þjóðmálablaðamanni Íslands var þegar hann spurði: ?Kristrún Heimisdóttir, hvað finnst þér um þessa vaxtahækkun??

Íslenskst efnahagskerfi er um margt til fyrirmyndar. Opinber umsvif eru í tómu rugli. Danske Bank skýrslan setur fram réttmæta gagnrýni á slappt aðhald, en spádómar þeirra eru tóm steypa. Mig grunar að það hafi einhver stúdent í starfsnámi skrifað þessa skýrslu og síðan hafi forstöðumaður greiningardeildarinnar skrifað undir.

En miðað við hvað umræðan um íslensk efnahagsmál er heimskuleg er ekki von á góðu. Hvernig í fjandanum verður hægt að koma fram umbótum undir þessum kringumstæðum...

Annars hef ég frá mörgu skemmtilegu að segja, kem að því seinna.

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.