<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d-3586845363492521829', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

mánudagur, maí 10, 2004

20:57 -

Gjálífisferð aflýst

Æji djö, ég stefndi á gjálífisverð til Reykjavíkur um næstu helgi til að stunda rall, eins og nafnið gefur til kynna, horfa á Evróvísjón, fara á útskriftarsýninguna hennar Kiddýar, jafnvel sjá píannósnillann Hamelin á Listahátíð og e.t.v. rússneska karlakórinn - en fyrst og fremst stunda gjálífi enda fátt fallegra hér á landi en barirnir á Laugaveginum, Smáralind og skyndibitastaðirnir í Skeifunni, sem ég kýs að nefna einu nafni Gullna þríhyrninginn.

Ferðin var búin að vera í tvísýnu í nokkrun tíma þar sem yfir hékk stigspróf en prófdómaraliðið gat ekki gefið upp hvenær því hugnaðist að mæta, nú er semsagt komið á hreint að ég fer í próf mánudaginn 17. og því ljóst að ég stunda ekkert gjálífi fyrr en eftir það. Nú verður það bara linnulaus tedrykkja næstu daga og ekki farið út úr húsi nema með húfu, vettlinga og trefil svo röddin verði fullkomin eftir viku. Síðan á fimmtudaginn verðum við söngemarnir í TÍ með tónleika þar sem öll helstu lögin úr Oklahoma til að endurheimta lýðhylli sem við töpuðum með hádramtískum ljóðasöng á jóatónleikunum.

Þá verður hægt að fara að huga að almennilegu gjálífi, vúhú! Ég er sannfærður um að vinir mínir munu ekki eiga í að vandræðum með að finna nýja afsökun fyrir því að halda partý þegar ég loksins kemst suður til þeirra - guð blessi ykkur öll!

|

föstudagur, maí 07, 2004

00:34 -

Gott closure frá Sex and the city

Sjónvarpsframleiðslufólkið hjá HBO buðu upp á gott closure í kvöld fyrir milligöngu Ríkissjónvarpsins með lokaþættinum á Sex and the city. Eftirlætisþáttaröð homma og kellinga er lokið og niðurstaðan er sætti. Ég get ekki kallað mig tryggasta áhorfandann, þóttu þættirnir mjög fíflalegir framan af og missti af mörgum inn á milli. Niðurstaðan er góð, þáttaröð er lokið og tímabili er að ljúka. Um árabil hefur maður speglað sig í sjónvarpspersónum í New York, fyrst Vinum og svo Beðmálum í borginni. Óhætt er að kalla það náðarverk af framleiðendum að ljúka seríunni meðan einhverjir nenna ennþá að fylgjast með.

Þá er málið að hella sér út í post-milleniun lífsstíl, í staðinn fyrir spennuþrungin og eirðarlaus ártöl eins og 99 og 2001 fáum við Star trek- leg lúðaártöl eins og 2006 og 2009. Málið verður að finna sér nýjar fyrirmyndir í sjónarpinu og skipta út aldamótaelektróník fyrir eylífðarrokk - e.t.v. skipta á 11. september fyrir the 9/11's !

K.H. - Jörðin - 2004 :/

|

mánudagur, maí 03, 2004

20:47 -

Pilaf og Karíbahafsfiskur frá Huldu

Hulda er sælkeri síðusu viku hjá Bæjarins besta og nú er búið að setja uppskriftirnar hennar á netið svo þær séu aðgengilegar öllum landsins lýð og útlendingum líka.

Ég er einmitt ferlega spenntur að láta vaða í Pílafið - smakkaði það einu sinni hjá Huldu svaka gott:)

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.