Nú er verið að þræta um hversu mikill er innlendur virðisauki álframleiðslu.
Andri snær stökk af stað með grein þar sem hann heldur því fram brúttó útflutningstekjur álframleiðslu gefi mjög villandi mynd af umfangi starfseminnar samanborið við sjávarútveg og ferðaþjónustu þar sem innlendur virðisauki sé svo lítill í álinu: http://visir.is/article/20081018/SKODANIR03/771717492/-1
Jóhannes Geir Sigurgeirsson bendir svo á að það verði að bera atvinnugreinarnar saman á jöfnum talnalegum grunni: http://visir.is/article/20081021/SKODANIR/973085587
Báðir hafa nokkuð til síns máls. Grandvarir hagfræðingar hafa fært fyrir því rök að þýðing álsins sé stórlega ofmetin í þjóðarbúskapnum. En ef við ætlum að taka dæmi með samanburði við aðrar greinar verða tölurnar auðvitað að vera á sama grunni.
Þannig leifi ég mér að spyrja af hverju í ósköpunum getum við ekki gefið út opinberar aðfanga- og afurðatöflur eins og margar aðrar þjóðir svo a.m.k. sé einhver grunnur til að byggja umræðuna á. Þarna eru gríðarlegir þjóðarhagsmunir í húfi en við tímum ekki að splæsa einhverjum milljónatugum í grunnvinnuna svo hægt sé að halda úti vitrænni stefnumörkun.
Miðað við fyrirliggjandi gögn er sönnunarbyrðin á álinu að afsanna að um sé að ræða uppbyggingu sem geti verið skaðleg þjóðarhag. Grandvarir stjórnmálamenn ættu að setja allt á frost þangað til búið er að leggja fram grunn að ákvarðanatöku sem hægt er að gera aðgengilegan allri þjóðinni. Ef þetta er jafn góður bissness og leigubílstjórar landsins halda fram ætti ekki að vera nokkur vandi að viðra bókhaldið frammi fyrir alþjóð.
oakleyses said...
north face outlet, abercrombie and fitch, soccer shoes, birkin bag, nike roshe, hollister, vans shoes, valentino shoes, nike air max, converse, louboutin, wedding dresses, nike air max, mont blanc, north face outlet, asics running shoes, converse outlet, insanity workout, ferragamo shoes, nfl jerseys, baseball bats, nike huarache, iphone 6 cases, reebok shoes, ray ban, nike trainers, giuseppe zanotti, ghd, hollister, gucci, bottega veneta, babyliss, vans, mac cosmetics, celine handbags, beats by dre, oakley, timberland boots, ralph lauren, soccer jerseys, herve leger, new balance, p90x workout, chi flat iron, jimmy choo shoes, longchamp, lululemon, instyler, mcm handbags, hollister