Á leiðinni hingað tók ég smá útúrdúr með Hilmari í Sitges og Barcelona þar sem við vorum samanlagt í viku. Það var náttúrlega algjör snilld. Áfangastaðirnir ekki af lakara taginu og félagsskapurinn góður. Var hins vegar alveg búinn á því eftir ferðina þar sem við fléttuðum saman stífri menningardagskrá og lífsins lystisemdum, af allmiklum ákafa – uhmm, uhmm, uhmm.
Hér erum við í skála Mies van der Rohe frá heimssýningunni 1929.
Svo fórum við líka í Gúrku Sir Norman Foster í London, skelltum okkur m.a.s. inn í bjór.
Gatan okkar í Sitges.