Þetta hlýtur að vera gullkorn dagsins: "En við munum halda áfram að berjast á móti þessu en það er við ramman reip að draga í embættismannakerfinu. Því miður er það þannig að margt af þessu góða fólki hefur tendensa til verða sovétbúrókratar." Einar Oddur um ráðuneytisstarfsmenn.
Sjá slóð: http://bb.is/?PageID=141&NewsID=71669
miðvikudagur, júní 21, 2006
12:14 -
sunnudagur, júní 04, 2006
22:27 -
Loksins er frá einhverju að segja. Frá páskum hefur staðið yfir prófa- og verkefnatörn nær samfellt. Henni lauk á fimmtudag klukkan hálf þrjú þegar ég skilaði síðasta verkefninu, þá er lokaritgerðin framundan.
Á fimmtudag hélt kammerkórinn og hljómsveit Strathclydeháskóla sumartónleika í gróðurhúsi frá Viktoríutímanu. Allt voða óformlegt, barinn opinn og hljóðfæraleikararnir sættu færis að skella í sig bjór meðan við vorum að syngja. Gestanúmer á tónleikunum var kór Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem er óhætt að segja að hafi slegið í gegn með prógrammi af íslenskum þjóðlögum, Ísland farsælda Frón, Vísur Vatnsenda Rósu og þar fram eftir götunum. Fantavel gert hjá krökkunum og nógu samleitt prógramm til að Skotarnir áttuðu sig á stemmningunni áður en yfir lauk þó þeir þekktu ekki tónlistina. Þau voru semsagt á kórferðalagi og höfðu þvælst með Norrænu til Shetlandseyja og þrætt svo suður til Glasgow. Ég spjallaði aðeins við þau um daginn meðan verið var að æfa og labbaði svo með þeim í bæinn eftir tónleikana. Gaman að hitta þessa krakka og vita að þjóðararfurinn er í góðum höndum.
Á föstudag var svo boðuð mæting á barinn kl. 12:30 til að fagna próflokum. Ég mætti ekki fyrr en kl. 15, fannst það alveg nóg. En það var mikið próflokageim í nemendafélagshúsinu og m.a.s. boðið upp á karóki sem var að sjálfsögðu þegið með þökkum.
Í dag fórum við svo að skoða náttúru. Dr. Roger sem stjórnar mastersprógrömmunum, keyrði með okkur í rútu norður fyrir Loch Lomond þar sem við löbbuðum upp í dal sem er þekktur fyrir að hafa verið felustaður fyrir stolið búfé í klanadeilum fyrr á öldum. Þetta var svosem ágætur túr, fínt veður og allt það, en ég var nú ekkert að missa mig yfir náttúrustemmningunni. Drap alveg móralinn að keyra í tvo tíma, til að byrja göngutúr á risastóru bílastæði, ganga svo eftir rammgerðum göngustíg og mæta fleira fólki en á skíðasvæðinu um páskana. Þetta var fallegur staður en ekki framandi á nokkurn hátt. Einskonar lúxusútgáfa af íslensku landslagi, meiri gróður og hærri fjöll.
En um næstu helgi ætlum við Elín að fara til Berlínar og það verður sko ekkert slor. Kaldastríðsminjar, kebab, sánur og diskó.
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.