fimmtudagur, september 29, 2005
21:20 -
Það verður bara að segjast eins og er að ég er ekki í neinu skrifstuði. En það kemur örugglega ? best að leyfa náttúrunni af hafa sinn gang í þessum efnum eins og öðrum.
Annars er fín stemmning í Glasgow og auðvitað magnað að fá breska háskólastemmningu beint í æð ? allar byggingarnar heita eftir mönnum sem hafa verið aðlaðir o.sv.frv. Þannig er spurning hvort maður eigi ekki að fríka út í því að vera ?preppy? í vetur. Það er víst mikið í tísku. Taka þetta með trompi og fá sér bláar skyrtur, röndótt bindi og vestispeysur með skjaldarmerkjum. Eins og KB-bankamenn segja, námus est lífsstílum!
Reyndar tók ég stórt skref í þessa átt um síðustu helgi þegar ég helgaði bæði laugardags- og sunnudagsmorgnum róðraliði Strathclyde. Þetta var alveg eins og í bíó, sigldum upp og niður ánna á áttæringum. Vantaði bara retróklæðnaðinn í krikketstílnum og svo gúrkusamlokur og te á eftir. Ég stefni ótrauður á róður næsta laugardag.
Það var soldið skondið að rýna í mannskapinn í róðraliðinu, og má nokkurn veginn draga menn í tvo dilka. Annars vegar eru þarna svona Gore-tex týpur, og hinsvegar virtust menn vera að sensa þetta á lífsstílslegum nótum, e.t.v. á örlítið sýnískan hátt. Reyndar var einn þarna alveg ekta, með hátt enni og beint nef, ljóshærður í blárri Oxford (eins og preppí skyrturnar kallast skv style.com) og gljáfægðum brúnum leðurskóm ? vantaði bara Triumph sportbílinn. Sá er víst búinn að nema við Strathclyde í 4-5 ár og hefur tekið róðurinn mjög alvarlega!
Verst að það eru engar myndir, ég gleymdi myndavélinni heima hjá Sigga Gunnars. En við reddum því fljótlega.
Meðfylgjandi er retrómynd af ræðurum á Clyde sem ég stal á netinu.
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.