<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

sunnudagur, desember 19, 2004

21:07 -


Síríus

Er að fara í próf í fyrramálið, lítur bara ágætlega út, a.m.k. hef ég oft verið verr undirbúinn. Þannig getum við Sirrý Birgis sagt fjölmargar sögur af næturvöktum í HR, en það verður ekkert svoleiðis núna.

Reyndar var ég hálf utangátta framan af degi, sem er ekki nógu gott svona á síðasta degi þegar maður þarf að kremja inn glósurnar. Málið var leyst nú síðdegis með því að svindla á heilsumatarræðinu og borða næstum því heilt stykki af Síríus 70% sem mamma sendi um daginn. Mér fannst það frábær tilfinning að borða íslenskt súkkulaði í Belgíu. Ísland best í heimi!!! Posted by Hello

|

þriðjudagur, desember 14, 2004

21:15 -


Hjólreiðaglæpir

Fyrir skemmstu komst ég upp á kant við hollensku lögin í fyrsta sinn og var tekinn fyrir ólöglegar hjólreiðar. Þannig reyndist fjölfarin gata sem er á leið minni í miðbæinn vera einstefna bæði fyrir bíla og hjól. Viðurlögin eru sekt upp á 25 evrur og ætti sektarboðið að berast innan skamms, sem betur fer er krónan sterk um þessar mundir. Það verður að segjast eins og er að ég átti ekki von á neinu svona þegar ég þrjá lögregluþjóna standa neðar í götunni og stoppa hjólreiðamenn, hélt kannski að eitthvað stórt hefði komið upp á og var meira forvitinn að heyra erindi lögregluþjónanna, einhvernvegin er það síðasta sem maður á von á hérna að vera böstaður fyrir hjólreiðaglæp. Enda fór ekki á milli mála að þessi framfylgni laganna gengur frekar þvert á réttlætistilfinningu hollensku þjóðarsálarinnar. Þannig voru laganna verðir hálf neyðarlegir yfir þessu öllu saman og dæstu yfir því að það væri bara svo erfitt að eiga við þetta í miðbænum, með allar þessar einstefnur og göngugötur. Auðvitað hafði maður samúð með köllunum og reyndi bara að taka þeim vel, spjalla um umferðarreglurnar og þannig.

Það sama verður ekki sagt um gangandi vegfarendur sem áttu leið framhjá. Gömul kona gekk framhjá eldrauð í framan og fnæsti eins og Nasistarnir væru komnir aftur. Þannig steytti hún hnefann að lögregluþjónunum og hreytti í þá ókvæðisorðum, hvernig væri að eltast við alvöru glæpamann, hvort þeir hefðu ekki eitthvað þarfara að gera o.sv.frv. Síðan gekk hjá virðuleg koma í pels með stórt hár og sú var ekki að spara það heldur.

Þetta virðist hafa verið einhver rassía hjá löggunni því kollegi minn Mathieu Gerard Olivier Andrieu lenti í svipuðu atviki þar sem hann var að stytta sér leið í gegnum göngugötu. Hinsvegar gat hann ekki hamið franska eðlið og fór að debatera við svínin með tilheyrandi handahreyfingum. Upp úr rökræðunum um frelsi, jafnrétti og bræðralag fékk hann aukasekt fyrir að rífa kjaft.

***

Finnist fólki útgáfustarfsemin með hægara móti hér á síðunni þá stafar það af því að héðan er fátt að frétta og brjálað að gera. Prófa- og ritgerðarstúss í fullum gangi. Þannig er verið að leggja lokahönd á ritgerð um fjármálakrísuna í Rússlandi 98 og efnahagsþróun í framhaldi af því. Þetta hefur þræl skemmtilegt prójekt en með æðislega miklu Excel föndri því rússneskar hagtölur eru líklega ósamkvæmari en þær grísku og því engan veginn hægt að ganga út frá því að eitt né sett fram með sama hættinum tvö ár í röð.

Annars er bara stemmari á bókasafninu, búið að vera kalt að undanförnu og því bjart og rigningarlaust. Eiginlega bara ísfirskt haustveður eins og það gerist best. Þannig er ég ekki frá því að hafa fundið fyrir smá menntaskólaflassbakki, sem er náttúrlega bara million dollars.

Öfunda Elínu ekkert smá að vera farna heim. Ég á pantað far frá Amsterdam á þorláksmessu og er farinn að fara yfir ferðina í huganum á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa - nú er maður alveg að missa það:). Þjóðerniskenndinni hefur líka vaxið fiskur um hrygg síðustu vikur og núna er ég ferlega ánægður með að eiga pantað með Icelandair - national carrier sko! Ég meyrna líka alltaf soldið þegar ég fer framhjá íslenska þorskinum í kjötdeildinni í AlbertHeijn og var mjög hrærður þegar ég frétti að Jón Ásgeir í Bónus væri búinn að kaupa Magasin du Nord. Get varla beðið eftir áramótaávörpunum: Góðir Íslendingar?  Posted by Hello

|

miðvikudagur, desember 08, 2004

22:21 -


Listarleysi

Þakka vel til fundna athugasemd Sigríðar í Osló. Auðvitað hefur fyrirprófa- og verkefnaskilastress sitt að segja en mestanpart er um einhverskonar andleysi að ræða. Þannig er að síðustu daga hefur staðið yfir átak í heilsufarsmálum með það að markmiði að maður geti borið sparifötin skikkanlega um jólin, e.t.v. mætti kalla þetta íslenskir námsmenn á erlendri grundu heilkennið sbr. nýleg skrif Elínar um vandræðalegar hliðarverkanir reglulegrar drykkju á Guinnes bjór. Þetta er svipað hér, mikið af ódýrum bjór og umhverfi sem hvetur til reglulegrar bjórdrykkju auk alls kyns tælandi unaðssemda eins og t.d. frábærra osta, enda er borgin Gouda hollensk. Hins vegar vænti ég þess að þetta heilkenni sé ekkert próblem í Norge þar sem neyslunni er vel stýrt eins og heima á Fróni.

Þannig hefur áhersla verið lögð á hollt og gott matarræði síðustu daga, án þess að nokkuð meinlæti hafi átt sér stað enda frábið ég mér svoleiðis dellu. Því er hins vegar ekki að neyta að á m.a. algjörlega súkkulaðisnauðu matarræði hefur sköpunarkrafturinn og -gleðin fjarað út. Þannig er engin tilviljun að óperusöngvarar eru feitir og rokkarar alkar. Því vill til að ég er ekki í listnámi og get leyft mér þetta listarleysi hollustunnar. En til að valda ekki óraunhæfum væntingum á markaðinum þá er vissara taka fram að þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir býst ég við að koma með nettó aukna líkamsfragt í jólafrí.

Að lokum verð ég að óska Siggu til hamingju með allar kirkjuferðirnar, þetta er málið, fara að háttum innfæddra.

Á meðfylgjandi mynd sést (niðurgreidda) sveitasælan fyrir aftan húsið mitt. Eins og glöggir lesendur taka eftir hefur verið heldur kalt í veðri og er jörðin hrímuð eftir nóttina. Posted by Hello

|

fimmtudagur, desember 02, 2004

21:34 -


Andlát í konungsfjölskyldunni

Bernharð prins, faðir Beatrix drottningar, lést í gærkvöldi 93 ára að aldri. Reyndar hafði ég aldrei heyrt minnst á þennan mann fyrr en ég kveikti á sjónvarpinu í morgun en finnst hann þegar orðinn eins og gamall kunningi af skjánum eftir alla umfjöllunina í dag. Þó verður að viðurkennast að ég hef ekki skilið nema orð og orð af umfjölluninni en hef þess heldur reynt að geta í eyðurnar af innsæi.

Bernharð er þýskur af uppruna, fæddur árið 1911 og kvæntist Júlíönu prinsessu og síðar drottningu, sem lést fyrr á árinu. Hann var mikill ævintýramaður og þótti sjarmör alla tíð, hele leuk, eins og fólkið í morgunsjónvarpinu klifaði á. Þannig skyldist mér á sambýlisfólkinu að það væri alltaf uppi kvittur í Hollandi um að Bernharð hefði átt laundóttur frá stríðsárunum, kallinn er náttúrlega hálf flagaralegur, en opinberu miðlarnir fóru ekkert í þetta mál. Posted by Hello

|


21:30 -


Það sem er svolítið skrýtið í málinu er að sjónvarpstöðvarnar eru búnar að sýna alls kyns safnaefni með kallinum, klippt niður við sorglega klassíska músík og líkið er varla kalt. Maður veltir því fyrir sér hvort andlát hans hafi verið skipulagt með fyrirvara eða hvað sé í gangi? Reyndar var vitað í hvað stemmdi, hann var með lungnakrabbamein og lýsti því víst yfir í september að hann óskaði eftir því að það yrði ekki krukkað meira í sér svo e.t.v. hafa pródúsentarnir verið klárir með myndskeiðin. Svo má spekúlera í því hvort PR menn konungshallarinnar séu ekki tilbúnir með kynningarefni fyrir hvers kyns óvænt atvik. Posted by Hello

|


21:29 -


Af myndefninu er ljóst að Bernharð var sko enginn flauelsroyall heldur massa töffari sem gekk með flugmannagleraugu, ýmist sólgleraugu eða sjóngleraugu, lengst af, enda flugmaður, og reykti bæði bæði pípu og vindlinga, enda hæstmóðins hjá hans kynslóð. Þess má geta að Júlíana reykti líka og eitt af myndskeiðunum í dag var af henni, þá gamalli hrukku, reykjandi sígarettu í stærðarinnar munnstykki meðan starfsmaður hallarinnar klæddi hana í pels. Posted by Hello

|


21:28 -

Fortíðarþráin er söm við sig og ljóst að nútímaroyalar komast ekki með tærnar þar sem Bernharð hafði hælana, hann gæti verið úr Tinnabók með sömu vatnsgreiðsluna áratugum saman, farandi í safaríleiðangra um allar jarðir og sýnandi flugfimi. Þar að auki þótti hann sérstaklega öflugur ambassador hollenskra viðskiptahagsmuna. Kom m.e.a.s. upp úr krafsinu að hann hafði mútað fyrirmönnum í Argentínu til að velja hollenskan járnbrautabúnað og einhverra hluta vegna hafði hann þegið fyrirgreiðslugreiðslur frá bandarísku Lockheed flugvélaverksmiðjunum. Enn átta ég mig ekki á því hvað Lockheedmenn vildu með því að múta hollenskum royal, en þetta verður sífellt safaríkara eftir því sem maður les meira. Bernharð bar í bætífláka fyrir mútuþægnina að hefði notað féð til náttúruverndar.

Sjálfsagt á eftir að fara í gegnum ævi og störf kallsins í smáatriðum næstu vikur og svo er náttúrlega sjálf jarðarförin eftir sem verður sýnd í beinni í sjónvarpinu.

Á meðfylgjandi mynd sést Bernharður í Argentínu snemma á sjötta áratuginum ásamt fulltrúm frá Fokker að kynna þarlendum stjórnvöldum Fokker orusutþotu.

ZKHB4

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.