Kreppa er í sjálfu sér ekkert óyfirstíganlegt. Um þær eru mörg dæmi frá ýmsums tímum. 20% samdráttur ráðstöfunartekna þýðir einfaldlega að fólk hefur 800 kall í vasanum í staðinn fyrir 1.000 kall. Kommon, hver hefur ekki verið blankur? Það er hægt að díla við það.
Hins vegar fyllist maður kvíða og angist yfir því að horfa upp á landinu stjórnað af blygðunarlausum amatörum sem ætla ekki að ómaka sig við að læra af mistökum síðustu ára (þeirra eigin) eða leita ráða færusta einstaklinganna. Í ofanálag veit maður að bakvið tjöldin grasserar gerspillt kunningjasamfélagið þar sem einhverjir munu njóta vildarkjara en flestir verða reknir miskunarlaust á uppboð.
Margt er hægt að gera til að auðvelda fólki ástandið. Sumt væri ástæða til að gera með vísan til félagslegs réttlætis og samkenndar. Sumar aðgerðir væru beinlínis praktískar til að koma í veg fyrir að kreppan yrði lengri og dýpri en óhjákvæmilegt er. Aðgerðaramminn er svo takmarkaður af ýmsum efnahagslegum stærðum sem við ráðum ekki við. Maður verður einfaldlega að sætta sig við það. Hitt er verra eins og nú er þegar aðgerðaramminn er takmarkaður af tillitsemi við sjálfsmynd Davíðs Oddsonar, ýmsar rótgrónar kreddur um efnahagsmál og störf núverandi valdhafa.
Ákvarðanir virðast ekki mjög ígrundaðar. T.d. er erfitt að átta sig á þessu peningamarkaðssjóðadæmi. Gott og vel ef menn vilja túlka þá sem innistæður, þeir voru notaðir þannig í reynd, en það verður þá jafnt yfir alla að ganga, hvort sem fólk átti í sjóðum Landsbankans eða t.d. sparisjóðanna. Hér hljóta hópmálaferli að vera í uppsiglingu þar sem þegnunum hefur verið mismunað.
En þetta er bara eitt dæmi. Yfirburða stjórnsnilld ríkisstjórnarinnar fyllir vefmiðlana á hverjum degi. Á meðan er hagfræðingalandsliðið að kríta á töflur í Reykjavík og London. Þvílík sóun.
Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því en ef hagfræði væri íþrótt ættum við ansi sterkt landslið. En þessi ljúfmenni, reikningshausar með væg einhverfueinkenni, munu ekki ryðjast að stjórnborðinu. Frekjurnar og eiginhagsmunaseggirnir munu stjórna þangað til þær verða settar af. Því miður vantar alla öryggisventla í íslenskt lýðræði til að tempra það lið.
said...
Hvað skal gera ?
Eigum við venjulegir skuldarar að hætta að greiða af lánum okkar ?
Hvað gerist þá ?
said...
Þessi pistill er með sama kverólantastílnum og þeir sem á undan hafa gengið. Gaman að því. Er einmitt að velta fyrir mér viðskiptahugmynd ásamt félaga mínum, þar sem við myndum koma á koppinn vefnum: kverólant.is. Mér sýnist að þar verði þér gert hátt undir höfði ásamt Páli Baldvini í Kiljunni.
Þetta með hagfræðingalandsliðið er skemmtilegt. Sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa nú hver á fætur öðrum verið dregnir úr kjallara Þjóðarbókhlöðunnar og inn í stúdíóið á RÚV á undanförnum vikum. Fæstir eru þeir sjónvarpstækir reyndar en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að þeir eru eins ósammála og þeir eru margir að manni virðist. Ég hef aldrei orðið var við að lestur á hagfræði þýddi að menn gætu þá auðveldlega unnið með öðrum að einhverjum lausnum. Þeir eru þó sammála um að allir segjast þeir hafa verið búnir að sjá þetta allt saman fyrir, fyrir löngu síðan. Þá er kannski spurningin hvort þeir höguðu sér í samræmi við það. Tók engin þeirra erlend lán? Keypti engin þeirra hlutabréf? Líklega ekki því þeir sáu þetta náttúrulega allt saman fyrir.
Hvenær þeir komast í landsliðsklassa er hins vegar eitthvað sem ég treysti mér ekki til að leggja mat á. Væri gaman að heyra frá landsliðsþjálfaranum hvernig menn komast í hagfræðingalandsliðið?
En þykist þó vita að maðurinn hennar Ingu Jónu sé hagfræðingur og meira að segja fyrrverandi hagfræðingur í Seðlabankanum. En varla er hann í landsliðsklassa.
Kris
said...
Oft hefur verið þörf á kverúlöntum en sjaldnast eins og nú! Geri reyndar þær kröfur að þeir hafi vit á málum og sest ég ekki í dómarasæti.
Mér þykir þú vera helst til hallur undir tæknikrasíu Kristinn. Það sem þarf er pólitík. Glerharða pólitík.
Ef ekki, stöndum við frammi fyrir ráðum Gunnars Briem um að drepa, myrða og brenna.
En hver er knúslegri, Gylfi Zöega eða Jón Daníelsson? Ég get ekki gert upp á milli þeirra.
Smári
said...
í alvöru er Geir hagfræðingur ?
og hvar fékk hann prófið ?
í hvaða kókópuffpakka ?
Kristinn said...
Kris, kverolant.is fer beint í bookmarks.
Reiknihausarnir okkar eru náttúrlega stórgallað fólk, það er ekki nokkur spurning. Gjörsamlega félagsfatlaðir og oft hrikalega abstrakt í hugsun. Og iðulega ósammála. En það er einmitt pointið, það eru engar patentlausnir til í þessum bransa og menn sjá hlutina á mjög ólíkan hátt allt eftir sérsviði og bakgrunni. Þessvegna eigum við að loka alla okkur færustu menn inni í húsi til að rífast um þessa hluti og búa til plan A, B C, D, E, F og G, að minnsta kosti.
Gylfi Zoega er t.d. dæmi um mann sem er pottþétt í landsliðsklassa. Með doktorspróf frá Princeton og hefur gefið út reglulega með nóbelsverðlaunahafanum Edmund Phelps.
Nei vá ekki get ég gert upp á milli knúslegheita Jóns og Gylfa, hvernig þeir yrðu í samstæðum treyjum, get varla hugsað um það. Verður Lobbi þá lukkudýrið?
Já, ég hef trú á teknókrasíunni, hún virkar mjög vel ef pólitíkin bakkar hana upp. En auðvitað byggir hún á vissri bjartsýni um að stjórnkerfið vilji reyna að vera pragmatískt og leita að bestu/skástu lausnum.
said...
kverólant smerólant...
hvað í andskotanum er kverúlant ?
heldur líst mér betur á viðskiptahugmyndind okkar
Páls Einarssonar verslunin Múgsefjunn.is, þar sem seldar eru vörur til alvöru aðgerða þ.e.a.s. mótmæli +.
Mótmæli með afleiðingum og eftirmálum,
mótmæli sem skila árangri.
Hellstu vöruflokkar sem nefndir hafa verið eru m.a. heykvíslar,kyndlar,mólatoffkokteilar (með stolnu bensíni að sjálfsögðu)hnullungar í lófastærð,gapastokkar og hengingasnörur.
"Á bakvið" væri hægt að kaupa AK 47 og handsprengjur, rétt eins og klámið var afgreitt á gömlu vídeóleigunum fyrir internetið.
Lykilinn af endurreisn íslenskra heimila verður þegar allt kemur til alls víðtæk borgaraleg óhlíðni,
þar sem núverandi ráðamenn hanga á völdum sínu eins og soltnir hundar á roði og landeiðurnar og drulluháleistar núverandi stjórnarandstöðu eru hvorki með neitt betra að bjóða eða stórbrotnar breytingar á
takteinum til að vel geti farið hvort sem er.
ÞEIR MENN ERU LANDRÁÐAMENN SEM LÁTA SKULDIR SÍNAR FALLA Á ÞJÓÐ SÍNA ÁBYRGÐA LAUST !!!
VERRI ERU ÞEIR SEM HLÍFISKILDI YFIR ÞEIM HALDA TIL AÐ FELA EIGIN VANHÆFNI,FÁVÍSI OG VALDAGRÆÐGI.
MEGI ALLIR ÞEIR BRENNA Í HELVÍTI MEÐ KÓLERU OG PESTINA !!!
...úff, djöfull var þetta gott
Kristinn said...
Þetta verður æðisleg búð. Velti því fyrir mér hvar hún yrði og hvernig. Yrði þetta stór búð í Nýja Kópavogi þar sem fjölskyldufólk kæmi á skutbílum eða yrði þetta lítil búð í kjallara á Laugaveginum - svona búð fyrir Sigga og Aude... Eða kannski bara bæði.
said...
ég sé búðina staðsetta í vöruhúsi ekki ósvipuðu og gömlu ríkisskipaskemmuna góðu á Ísafirði.
Á hnullunganna góðu væru rituð slagorð og gárungarnir mundu kalla þá "Hólmsteina". Einig væri boðið uppá tágakörfur fullar af allskyns byltingardóti, svona brot af því besta sem búðin selur og að sjálfsögðu væru þær kallaðar "myntkörfur".
Allt saman drullu snappí og kúl í senn.
góðar stundir
Steini Sleggja
oakleyses said...
cheap oakley sunglasses, tiffany jewelry, replica watches, longchamp outlet, ray ban sunglasses, michael kors, prada handbags, michael kors outlet, longchamp outlet, christian louboutin outlet, louboutin, uggs on sale, burberry, michael kors outlet, michael kors outlet, nike outlet, polo ralph lauren outlet, ugg boots, ugg boots, prada outlet, polo ralph lauren outlet, tory burch outlet, michael kors outlet, burberry outlet online, kate spade outlet, ray ban sunglasses, gucci outlet, louboutin outlet, ugg boots, louis vuitton outlet, louis vuitton, oakley sunglasses, louboutin shoes, jordan shoes, louis vuitton, tiffany and co, ray ban sunglasses, nike air max, louis vuitton outlet, longchamp, replica watches, oakley sunglasses, nike free, ugg boots, oakley sunglasses, chanel handbags, michael kors outlet
oakleyses said...
coach purses, true religion jeans, nike air max, ray ban pas cher, vans pas cher, ralph lauren pas cher, coach outlet, north face, hogan, true religion outlet, nike free, true religion jeans, air jordan pas cher, hermes, air force, ray ban uk, ralph lauren uk, lululemon, air max, north face, sac guess, new balance pas cher, hollister pas cher, nike air max, mulberry, lacoste pas cher, nike blazer, louboutin pas cher, abercrombie and fitch, nike roshe run, converse pas cher, michael kors, tn pas cher, true religion jeans, longchamp pas cher, nike free run uk, timberland, burberry, nike roshe, michael kors, oakley pas cher, kate spade handbags, michael kors, coach factory outlet, sac longchamp, hollister, coach outlet, michael kors, vanessa bruno, nike air max
oakleyses said...
north face outlet, abercrombie and fitch, soccer shoes, birkin bag, nike roshe, hollister, vans shoes, valentino shoes, nike air max, converse, louboutin, wedding dresses, nike air max, mont blanc, north face outlet, asics running shoes, converse outlet, insanity workout, ferragamo shoes, nfl jerseys, baseball bats, nike huarache, iphone 6 cases, reebok shoes, ray ban, nike trainers, giuseppe zanotti, ghd, hollister, gucci, bottega veneta, babyliss, vans, mac cosmetics, celine handbags, beats by dre, oakley, timberland boots, ralph lauren, soccer jerseys, herve leger, new balance, p90x workout, chi flat iron, jimmy choo shoes, longchamp, lululemon, instyler, mcm handbags, hollister
yanmaneee said...
kobe shoes
golden goose sneakers
jordan 6
yeezy boost 350
retro jordans
kyrie 3 shoes
air jordan
longchamp bags
supreme
yeezy 700